Viðbrögð við jarðskjálfta

 

Innandyra
Við jarðskjálfta getur verið hættulegt að hlaupa út úr byggingu. Reynið frekar að leita skjóls og vera kyrr á öruggum stað innandyra t.d. út  í horni við  burðarveggi fjarri gluggum. Ef þú er sofandi og vaknar upp við jarðskjálfta, haltu þá kyrru fyrir og notaðu  kodda til að verja höfuðið. Ef það verður jarðskjálfti hafið þá eftirfarandi í huga:


Húsgögn
Varist húsgögn sem geta hreyfst úr stað.


Innihald skápa
Varist hluti sem detta úr hillum og skápum, sérstaklega í eldhúsi.


Ofnar og kynditæki
Haldið ykkur fjarri ofnum og kynditækjum sem hendast út af festingum.


Rúðbrot
Varist stórar rúður sem geta brotnað.


Byggingarhlutar
Við jarðskjálfta geta hlutar úr byggingunni brotnað af. Haldi ykkur fjarri þeim stöðum í húsinu þar sem hætta er á hrynjandi byggingahlutum.


 

Gott er að setja á minnið orðaröðina:  KRJÚPA - SKÝLA - HALDA

 

Gæta þess að verða ekki fyrir hlutum sem kunna að falla, með því m.a. að:

 


Fara út í horn burðarveggja, KRJÚPA þar, SKÝLA höfði og HALDA sér ef unnt er.


Fara í opnar dyr, KRJÚPA þar, SKÝLA höfði og HALDA sér í karm.
 

 


Fara undir borð, KRJÚPA þar, SKÝLA og HALDA í borðfót.
 Ekki hlaupa um stefnulaust innandyra,
né hlaupa út í óðagoti.

Utandyra
Ef þú  ert utandyra eða í bifreið og það verður jarðskjálfti, hafðu þá eftirfarandi í huga:


Byggingar og raflínumöstur
Farið út á opið svæði,  forðist byggingar og raflínumöstur. Farið lengra frá mannvirkjum en nemur hæð þeirra.


Krjúpa - Skýla - Halda
Krjúpa og skýla höfði ef ekki er unnt að komast á opið svæði.


Grjóthrun- skriðuföll
Varist grjóthrun og skriðuföll í fjalllendi.


Stöðvið ökutæki
Stöðvið bifreiðina eins fljótt og unnt er, fjarri byggingum, vegbrúm eða háspennulínum og haldið ykkur í bifreiðinni, með beltin spennt, þar til skjálftanum lýkur. Haldið þá varlega áfram og gætið að, því brýr og vegir geta skemmst í stórum skjálftum

Viðbrögð eftir jarðskjálfta