Hvort sem um er að ræða í farartækjum eða byggingum.

Við björgun fastklemdra þarf sérhæfðan búnað svo sem lyftipúða, klippu- og glennubúnað, því fylgir að björgunaraðilar þurfa að hafa góða kunnáttu á búnaðinn ásamt því að geta eftir fremsta megni tryggt eygið öryggi og skjólstæðinga við ótryggar aðstæður.


Æfingar brunavarna Árnessýslu í janúar ganga út á notkun þessa búnaðar með rústabjörgun í huga. Við buðum björgunarsveitum í Árnessýslu að æfa með okkur.


Björgunarsveitir á Íslandi hafa margar hverjar sérhæft sig í rústabjörgun hvað varðar búnað og þjálfun. Með svona æfingum þéttum við hópinn enn frekar og getum kynnt búnað og vinnureglur okkar hvor fyrir öðrum.


Fyrsta æfingin var á Selfossi og mættu til leiks ásamt okkur og björgunarsveitunum, starfsmenn frá sjúkraflutningum HSU og Lögreglunni á Suðurlandi. Keyrðar voru æfingar á fjórum mismunandi póstum og skiptust menn á þekkingu á meðan verkefnin voru leyst.


Næstu æfingar verða á Flúðum og í Þorlákshöfn.