Eldfim efni
Eldfima vökva á ekki að geyma í íbúðum eða geymslum nema í litlu magni. Til dæmis á að tæma tanka bifhjóla áður en þeim er komið fyrir í geymslu. Eldur í dekkjum og sambærilegum efnum getur valdið miklum reykskemmdum, auk þess sem eitraðar gastegundir myndast við bruna á slíkum efnum. Þetta á einnig við um ýmis önnur efni sem notuð eru við framleiðslu hluta í dag.
Ekki má geyma suðugas inni í íbúðarhúsum. Varðandi eldunargas er fólk hvatt til þess að kynna sér öryggisatriði er varða meðhöndlun og geymslu á slíkum búnaði. Fáið fagmann til að sjá um uppsetningu á gastækjum. Þegar um slíkan búnað er að ræða þyrfti gasflaskan að vera staðsett í loftræstum skáp utandyra. Ef gasflaskan er höfð í innréttingunni þarf að koma gasskynjara fyrir á sökkli hennar.