Flóttaleiðir

Greiður aðgangur þarf að vera að svalahurð. Mikilvægt er að auðvelt sé að ljúka henni upp. Flestar svalahurðir opnast út þannig að fylgjast þarf með því að snjór safnist ekki um of upp við hurðina. Hurðir rýmingarleiða eiga að vera opnanlegar innanfrá án lykils (t.d. snerill á útihurð). Vinsamlega athugið að svalalokanir eru háðar samþykki byggingafulltrúa.