mánudagurinn 8. desember 2008

100 útköll

Fólk í viðbragðshópum landsins styrkja stundum hvert annað með léttum athugasemdum þegar útköll eru ekki mjög alvarleg.
Fólk í viðbragðshópum landsins styrkja stundum hvert annað með léttum athugasemdum þegar útköll eru ekki mjög alvarleg.
 

100 útköll

 

Í dag kom tilkynning frá Neyðarlínunni um að eldur logaði í blaðagámi við Samkaup á Selfossi. Slökkviliðið fór á staðinn og slökkti eldinn fljótt og vel.

Þetta væri ekkert sérlega merkilegt ef það væri ekki fyrir það að hér er um að ræða útkall númer 100 hjá Brunavörnum Árnessýslu þetta árið. (2008)

Aldrei áður hafa hreyfingar hjá slökkviliðinu verið eins margar.

Ekki eru öll útköll mjög alvarlegs eðlis, sum eru t.d. vegna vatnsvandamála í tengslum við jarðskjálftana í sumar og margt annað.

Eldútköll og slys eru þó fyrirferðamest.

Í léttu gríni hér innandyra er sá varðstjóri sem var á vakt þegar þetta útkall kom kallaður, a.m.k. í dag, "Hundrað-kall"

Einnig hafði  einhver slökkviliðsmaðurinn orð á því að rétt væri að efna til "froðuæfingar"

"Froðuæfing" er það kallað þegar bjór er hellt í glas.
Þó er rétt að geta þess að slökkviliðið notar stundum sérstaka slökkvi-froðu þegar t.d. þarf að slökkva olíuelda.