Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Flúðum, Selfossi og Hveragerði hittust í gærkvöldi til þess að skerpa á kunnáttu sinni í klipputækni. Halldór Ásgeirsson, varðstjóri hélt fyrirlestur í upphafi þar sem farið var yfir tæknileg atriði og síðan skelltu menn sér í að klippa bíla. Kalt var í veðri og gekk á með hríðarbyljum en menn létu það ekki á sig fá enda er raunveruleikinn æði oft á þennan veg þegar útköllin koma.
Í lok æfingar mætti Jóhann Marelsson, varðstjóri á Flúðum og snillingur!! með bakkelsi af sverari gerðinni frá Sindra Bakara, Ljónastíg 8 á Flúðum. Slökkviliðsmönnum BÁ þykir reglulega vænt um hann Sindra sinn :)