Í gær miðvikudaginn 10.6.2015 stóðu Brunavarnir Árnessýslu fyrir rýnifundi viðbragðsaðili er komu að brunanum á geymslusvæði Set, sunnudaginn 7.júní síðastliðin.

 

Fundurinn var haldin í sal Brunavarna Árnessýslu í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.

Milli 40 og 50 manns sóttu fundinn sem var í alla staði mjög góður.

Forsvarsmenn hvers viðbragðsaðila fyrir sig héldu erindi um þeirra störf á vettvangi, hvernig þau hefðu gengið, hvernig þau voru framkvæmd og hvers vegna þau hefðu verið framkvæmd með þeim hætti sem þau voru framkvæmd.

Í framhaldi rýndi fundurinn til gagns í þá hluti sem mögulega hefði mátt framkvæma á annan hátt þannig að draga mætti lærdóm af atburðinum.

 

Fundir sem þessi eru haldnir fyrst og fremst með það fyrir sjónum að auka skilning allra aðila sem að störfunum koma, á störfum hvers annars og hversu mikilvægur hlekkur hver aðili er innan björgunarkeðjunnar.

 

Þeir viðbragðsaðilar sem komu að þessu verkefni voru:

Brunavarnir Árnessýslu, Lögreglan á Suðurlandi og Sérsveit Ríkislögreglustjóra, Svæðisstjórn Björgunarsveita á svæði 3, Björgunarsveitamenn frá Selfossi, Eyrarbakka, Hveragerði og Þorlákshöfn, Sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands, Árnesingadeild Rauðakross Íslands og Neyðarlínan 112.

Fjöldi annarra aðila sem ekki teljast til viðbragðsaðila lögðu fram vinnu við verkefnið.