Mikil mildi var að ekki skildi fara verr þegar að bifreið valt á vegi nr.380 til móts við vatnsverksmiðjuna í Ölfusi með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í henni sunnudaginn 14.júní síðastliðinn um klukkan 16:55.

Ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á ökutækinu með þeim afleiðingum að hann valt á veginum. Mikið lán var að ekki þurfti að beita klippum slökkviliðsins við að ná fólkinu úr flakinu þar sem eldur kom upp í bifreiðinni skömmu eftir að hann valt og varð hann alelda á skömmum tíma. Tvær manneskjur voru í bifreiðinni.

Slökkviliðsmenn frá slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn voru kallaðir á staðin og slökktu þeir í eldinn.