1 af 4

Í gær 15.júní kom flottur hópur af krökkum í heimsókn á slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði. Krakkarnir eru á ævintýranámskeiði hjá Hveragerðisbæ og eru á aldrinum 6 – 8 ára.

Lárus kristinn Guðmundsson aðstoðarvarðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu tók á móti þeim og ræddi við þau um brunavarnir á víðum grunni, mikilvægi þess að hafa reykskynjara og hvert þau ættu að hringja ef þau væru í neyð. Mikið var spurt, diskúterað og spjallað um þessi mál og allt annað milli himins og jarðar J

Auðvitað var svo slökkviliðsbíllinn skoðaður hátt og lágt. Vatni var síðan í lokin sprautað og ekki laust við að einhverjir hefðu blotnað. Það kom sér hinsvegar vel að þennan dag var sumar og því sól. Fötin voru því fljót að þorna.