Menn af forvarnasviði Brunavarna Árnessýslu heimsóttu í dag leikskólann Æskukot á Stokkseyri en þar var haldin sumarhátíð í dag.

Mikið fjör var hjá krökkunum og skemmtu þau sér konunglega við að skoða slökkvibílinn og að fá að sprauta vatni úr slöngunum á bílnum.

Lögreglan á Suðurlandi var líka á staðnum þannig að ekki vantaði nú viðbragðsaðilana á staðinn.

 

BÁ menn þakka kærlega fyrir góðar móttökur!