Brunavarnir Árnessýslu heimsóttu fyrsta bekk í Grunnskólanum í Hveragerði 29.maí síðastliðinn.

Lárus Guðmundsson, aðstoðarvarðstjóri í Hveragerði sá um heimsóknina  og fræddi börnin á skemmtilegan hátt um störf slökkviliðsmanna og sýndi þeim hvernig búnaður virkar í slökkvibíl.

Krakkarnir voru mjög áhugasamir og ekki leiddist þeim nú að fá að sprauta úr brunaslöngu slökkvibílsins.