Í gær 15.júní var tilkynnt um gróðureld við Hjarðarból í Ölfusi af vegfaranda. Vegna þurrka undanfarið og mikillar sinu (sökum lítils gróðurvaxtar), hefur verið full ástæða til þess að óttast gróðurelda í sýslunni. Slökkviliðsmenn frá slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði voru kallaðir út til þess að bregðast við útkallinu. Rétt áður en þeir komu á staðinn voru þó þeir sem brennunnar nutu auk vakthafandi varðstjóra BÁ búnir að slökkva eldinn.

 

Full ástæða er til þess að brýna fyrir fólki nauðsyn þess að ganga vel frá eldstæðum þar sem varðeldar eru kveiktir til þess að minnka líkurnar á útbreiðslu elds með tilheyrandi hættu.