Brunavarnir Árnessýslu, Lögreglan á Suðurlandi, Björgunarfélag Árborgar og Sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands voru með opið hús í björgunarmiðstöðinni á Selfossi í dag 17.júní milli klukkan 10:00 og 12:00.

Mikill fjöldi fólks kom í heimsókn að skoða tæki og tól björgunaraðili auk þess sem talsverður fjöldi starfsmanna þessara aðila voru á staðnum til þess að taka á móti fólki og spjalla.

Hjá Brunavörnum Árnessýslu fengu börnin að sprauta vatni, skoða reykkafara í fullum herskrúða og horfa á slökkvibílana sprauta vatni og froðu úr stórum vatnsbyssum.

Stór flugvallaslökkviliðsbíll af Reykjarvíkurflugvelli frá ISAVIA var á staðnum. Gátu gestir og gangandi kynnst þeim gríðarlega slökkvimætti sem slíkt tæki býr yfir.

Dagurinn tókst í alla staði mjög vel og ekki var annað að sjá en gestir væru hinir ánægðustu með heimsóknina.

Fleiri myndir má sjá á Fésbókarsíðu Brunavarna Árnessýlu.