Slökkviliðsmenn á Laugarvatni, frá Brunavörnum Árnessýslu tóku þátt í hátíðarhöldunum á Laugarvatni í dag. Hátíðardagskrá var við grunnskólann þar sem slökkviliðsmenn stóðu fyrir froðubolta og ýmsum vatnstengdum uppákomum. Að sjálfsögðu fengu svo allir sem vildu að sprauta vatni úr slöngum slökkvibílsins.


Að vanda var það gleði og jákvæðni sem einkenndi þennan skemmtilega viðburð á þjóðhátíðardeginum okkar!