þriðjudagurinn 24. júní 2014

17. júní kveðja.

Slökkviliðsmenn framtíðarinnar
Slökkviliðsmenn framtíðarinnar
1 af 3

Þessa skemmtilegu lesningu fengum við senda ásamt myndum:

Hæ.

Takk fyrir æðislegan dag 17 júní. Fróðlegt og skemmtilegt. En best að þessu var hvað þið gáfuð ykkur mikinn tíma fyrir börnin.

Læt myndir flakka með af stráknum mínum, Ask Loga, og dóttur, Katrínu Lilju, að sprauta og gleðina sem því fylgir. Þessi slökkviliðsmaður gerði ótalbörn ánægð með þessu, og var ekki að sjá að hann væri að þreyttast á þessu eftir að hafa verið þarna á hnjánum í LANGAN tíma og tók á móti hverju barni með bros á vör.

Endilega skilið þakklætiskveðjum til hans frá mér og fjölskyldu. Þetta gerði daginn ógleymanlegan.

 

Hittumst í harkinu.

 

Kær kveðja.

Jón Örn

Aðstoðarvarðstjóri Neyðarlínu.