laugardagurinn 22. maí 2010

1. Húsnæðismál BÁ - Bókun

Nýja slökkvistöðin ?????
Nýja slökkvistöðin ?????
Húsnæðismál BÁ
Bókun

Fulltrúum Brunavarna Árnessýslu var boðið til fundar með fulltrúum Íslandsbanka þann 19. maí s.l. þar sem BÁ var boðin samningur um leigu á húsnæði sem í daglegu tali er nefnt „Björgunarmiðstöðin"
Í fundargerð fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu sem kom til fundar um málið 21.maí s.l. stendur eftirfarandi:


"Formaður greindi frá fundi sem hún, slökkviliðsstjóri og lögfræðingur BÁ sátu að boði Íslandsbanka þann 19. maí s.l. þar sem fulltrúar bankans greindu frá stöðu mála varðandi hús Björgunarmiðstöðvarinnar við Árveg 1 Selfossi.
Fram kom að bankamenn munu láta klára húsið og vilja leigja BÁ og Hsu þá hluta sem áður hafði verið samið um við fulltrúa Björgunarfélags Árborgar.
Á fundi með bankamönnum var lagður fram samningur sem fulltrúar BÁ og fulltrúar Björgunarfélagsins gerðu með sér 8. des. 2007. Var hann lagður fram til grundvallar frekari samningi.
Eftir miklar umræður var eftirfarandi samþykkt:

Fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu samþykkir að vinna áfram að samningi um leigu á húsnæði Björgunarmiðstöðvar við Árveg.  Fulltrúaráð leggur þó áherslu á að áður en gengið er til samninga sé heildarlausn komin fyrir öll rými hússins.
Fulltrúaráð telur eina af forsendum fyrir leigu vera að upphafs hugmynd um Björgunarmiðstöð í Árborg standi.
"