Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá slökkvistöðvum í Árnesi og Selfossi komu saman á mánudagskvöldið og æfðu saman. Æfingin byrjaði á léttu og skemmtilegu spjalli um leið og allur búnaður á dælubílnum var yfirfarin og prófaður. Að því loknu héldu menn út með dælubílinn og æfðu vatnsöflun, dælingu og notkun froðu sem slökkvimiðils.