Stjórnendur Brunavarna Árnessýslu settust niður  mánudaginn 8.júní, með fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Vinnueftirlitinu, Mannvirkjastofnun, Lögreglunni og Eldvarnaeftirliti BÁ til þess að fara yfir mál tengd brunanum á geymslusvæði Set þann 7.júní.

Þetta eru nokkuð stöðluð vinnubrögð milli þessara aðila á svæðinu þar sem rýnt er í aðdraganda atburðarins, þá vinnu sem framkvæmd er á vettvangi og þá eftirmála sem af atburðinum kunna að hljótast.

Mynd: 

F.h. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, Gísli Rúnar Sveinsson, framkv.st. Vinnueftirlits Suðurlands, Elsa Ingjaldsdóttir, framkv.st. Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Guðmundur G. Þórisson, sviðsstjóri eldvarnaeftirlits BÁ, Unna Björg Ögmundsdóttir, bókari BÁ, Guðmundur Gunnarsson, yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunnar, Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri BÁ og Pétur Pétursson, aðstoðarslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.