Háþrýstingurinn notaður við þrifin.
Háþrýstingurinn notaður við þrifin.
1 af 2
Á fimmta tug slökkviliðsmanna hreinsa ösku á bæjum undir eldfjallinu

Fjölmargir slökkviliðsmenn hafa komið að hreinsunarstarfi á bæjum undir Eyjafjöllum nú um helgina.
Starfið fels aðallega í því að háprýstiþrýfa í kringum andyri heimila, hlöð og kringum inngöngur í gripahús. Einnig eru veggir og gluggar háþrystiþvegnir eins og kostur er.
Aðstæður hafa verið ágætar en í gær, laugardag, var heldur mikið rok sem feykti upp ösku og gerði starfið erfitt.
Ekki er unnt að nota vatn úr lækjum eða öðrum vatnsbólum þar sem heldur mikill sandur eða aska er í þessum vatnstökustöðum.
Þess í stað er vatn sótt á Hvolsvöll og tekið úr vatnsveitu bæjarfélagsins.
Til að auðvelda þessa vatnsflutninga hefur Mjólkurbú Flóamanna (MS) lagt til stóran tankbíl með aukatanki í eftirdragi ásamt mönnum til að keyra bílinn.
Slökkviliðsmenn frá slökkviliði Rangárvallasýslu ásamt dælubíl og tankbíl hafa verið á svæðinu ásamt slökkviliðsmönnum frá Brunavörnum Áressýslu (BÁ) og Slökkviliði höfuðborgarsvæðis. (Shs)
Brunavarnir Árnessýslu leggja til öflugan dælubíl með 6 þúsund lítra tanki.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðis leggur til tvo dælubíla og 10 þúsund lítra tankbíl að auki. Allt í allt koma u.þ.b. 50 slökkviliðsmenn að þessari vinnu yfir helgina með sjö slökkvibíla.
Þess má geta að til að þetta gangi upp hefur slökkvilið Brunavarna Árnessýslu bakkað upp "Rangvellingana" með viðbragð á vesturhluta Rangárvallasýslu með hugsanlegt klippuslys í huga og slökkviliðsmenn BÁ á Laugarvatni munu taka öll útköll í Bláskógabyggð þar sem slökkviliðsbíllinn í Reykholti er notaður til hreynsunarstarfa undir fjöllum