sunnudagurinn 5. júlí 2009

Á vaktinni fyrstu helgina í júlí

Létt æfing var haldin s.l. föstudag. Þar voru mættir þeir slökkviliðsmenn sem stóðu vaktina fyrstu helgina í júlí. Á æfingunni var tekinn fyrir klippibúnaður liðsins og var hann yfirfarinn og gangsettur. Þá var einnig stigaæfing og björgun af húsþaki en þar skipaði körfubíll liðsins stórt hlutverk. Nýlega luku nokkrir liðsmenn BÁ prófi frá Vinnueftirlitinu til að vinna með körfubílinn. Á laugardagsmorgun mættu svo slökkviliðsmenn ferskir á ræktina í Toppsport.