Pétur Pétursson mánudagurinn 14. maí 2018

Að slökkva í fólki!

Brunavarnir Árnessýslu hafa um árabil boðið uppá námskeið í meðförum og notkun slökkvitækja og tengdum búnaði. Nýjasta verkfærið okkar í kennslu á þessu sviði er dúkka þar sem fólk getur æft á öruggan hátt hvernig ber að athafna sig við það að slökkva í manneskju en þær aðstæður hafa og geta því miður skapast. 

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvar Bjarni Ingimarsson, slökkviliðsmaður og einn af leiðbeinendum BÁ æfir sig í kennslu.