Pétur Pétursson þriðjudagurinn 6. september 2016

Æfing slökkviliðsmanna BÁ í Árnesi 6.9.2016

1 af 4

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Árnesi komu saman til vatnsöflunar- og dæluæfinga í gærkvöldi. Lögð var áhersla á að afla vatns úr grunnum vatnslindum þar sem ekki gengur að beita hefðbundnum aðferðum. Að þessu sinni einbeittu menn sér að notkun sjálfstæðrar flotdælu sem og flotsigtis sem sett er á enda barka er liggur að annað hvort dælu slökkvibílsins eða sjálfstæðrar dælu á bakka. 

Mikið var diskúterað og stúderað eins og vaninn er á svona æfingum. Góð æfing í alla staði!