Klippuvinna slökkviliðsmanna  getur reynst hættuleg
Klippuvinna slökkviliðsmanna getur reynst hættuleg
1 af 2
Æfing - Sex slasaðir í árekstri - Tvinnbílar ? (Tvíorkubíll)
Hvað er "Tvinnbíll" ?
Þessari spurningu velti Halldór Ásgeirsson, varðstjóri Brunavara Árnessýslu upp á klippuæfingu slökkviliðsins sem fram fór eitt kvöldið við gömlu slökkvistöðina á Selfossi. Halldór og félagar hans úr varðstjórahópnum, þeir Þorsteinn Hoffritz og Þórir Tryggvason sýndu glærur í upphafi klippuæfingarinnar þar sem m.a. var farið yfir þá nýju staðreynd að "Tvinnbílar" aka nú á vegum landsins í auknum mæli.
Bílar sem nota tvennskonar orku, þ.e.a.s. bensín eða dísel vél og svo rafmótor nefnast "Tvinnbílar"

"Það er alltaf að aukast sú áhætta sem slökkviliðsmenn leggja sig í þegar þeir vinna við að klippa fólk úr bílflökum eftir árekstur" sagði Halldór á kynningunni.

"Á síðustu árum hafa bílframleiðendur aukið öryggi ökumanna og farþega með fjölgun á öryggispúðum "Airbags" Ósprungnir öryggispúðar í bílum sem hafa lent í árekstri geta reynst hættulegir þeim sem klippa á þá. Þá getur púðinn sprungið með miklum þrýstingi og skaðað þann sem klippti sem og nærstadda. Eins er þessu farið með Tvinnbíla, rafhlöðubúnt er oftast í farangursgeymslu bílsins, er spenna frá þessum rafgeymum allt að 600 volt. Spenna helst á öllum leiðslum í allt að 5 mín eftir að straumur hefur verið rofinn með því að "drepa" á bílnum. Ef klippt er á þessa þræði í fullri spennu getur það haft í för með sér ófyrirséðar afleiðingar" sagði Halldór.

Það kom einnig fram á fyrirlestinum að nýtt vandamál hefur skotið upp, en það er að sumir bílar eru ekki lengur með hefðbundinn kveikjulás, "sviss" Þessi í stað er bílnum startað í gang með fjarstýringu og einnig drepið á honum þannig. Ef slökkviliðsmenn koma að slysi þar sem bíllinn er með straum á kerfinu, þarf að hefja leit á þeim slasaða eftir fjarstýringunni til að framkvæma straumrof. Það getur reynst örðugt þar sem aðstæður eru oft mjög erfiðar þegar að er komið.
Sýra á rafgeymabúntinu er ekki hefðbundin eins og þekkist á þeim rafgeymunum sem eru í bílum dagsins í dag. Þessi í stað er á geymunum önnur tegund af sýru sýra sem einnig er hættuleg þeim sem fá hana á sig.

Niðurstaða fyrirlesturs þeirra félaga var á þá leið að það er jafn mikil, ef ekki erfiðara að koma að alvarlegu bílslysi þar sem Tvinnbíll á í hlut og freista þess að klippa bílinn þannig að engin viðbótar skaði verði á fólki. Eins þarf að huga vel að þeim sem vinna við slysið hverju sinni.

Klippuæfingin var m.a. haldin fyrir nemendur Sjúkraflutningsskólans en 11 nemendur mættu á æfinguna og tóku til hendinni við að klippa þrjá bíla sem slökkviliðið hafði til æfingarinnar. Slökkviliðsmenn léku slasaða farþega.

------------------------------------------------------------------------------------------------------
Eru tvinnbílar allir eins ?
(Upplýsingar af vef www.billinn.is)
Toyota Yaris Hybrid Synergy Drive (HSD)Í mars 2011 höfðu á milli 500 og 600 tvinnbílar verið seldir á Íslandi, flestir af Toyota og Lexus gerðum. Heildarfjöldi tvinnbíla í heiminum var þá orðinn þrjár milljónir.

Rétt er að hafa í huga að á markaði eru tvinnbílar (sem sumir kalla tvíorku-bíla) sem ganga fyrir bensíni og rafmagni. Þessir bílar geta einnig nýtt hemlunarorku til að hlaða upp rafgeyma.

Það tvinnkerfi (hybridkerfi) sem Toyota er með er kallað ,,Full Hybrid". Það þýðir að bensínvélin slekkur á sér og bíllinn keyrir á rafmagni eingöngu.

Aðrir framleiðendur hafa einnig verið með hybrid-bíla, en það hefur verið
kallað ,,Mild hybrid" vegna þess að rafmagnið styður aðeins bensínmótorinn en hann slekkur aldrei á sér.