Pétur Pétursson þriðjudagurinn 17. nóvember 2015

Æfing BÁ í Ljósafossvirkjun 14.11.2015

Síðastliðin laugardag héldu Brunavarnir Árnessýslu í samstarfi við Landsvirkjun æfingu í Ljósafossvirkjun. BÁ og Landsvirkjun halda fjórar slíkar æfingar á ári í virkjunum Landsvirkjunar á starfssvæði Brunavarna Árnessýslu en vatnsaflvirkjanir Landsvirkjunar á svæðinu er átta talsins. Æfingin var bæði fræðandi og krefjandi og að þessu sinni var áhersla lögð á notkun þrífótar til björgunar manna upp úr þröngum opum.

Æfingin var í senn fræðandi, krefjandi og reyndi á útsjónarsemi manna sem enginn skortur var á.