Pétur Pétursson miðvikudagurinn 11. nóvember 2015

Æfing BÁ í Nesjavallavirkjun 7.11.2015

Síðastliðin laugardag héldu Brunavarnir Árnessýslu í samstarfi við Orku Náttúru æfingu í Nesjavallavirkjun. BÁ og ON halda fjórar slíkar æfingar á ári í Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun á víxl. Æfingin var bæði fræðandi og krefjandi þar sem reyndi á ýmsa þætti björgunar.

Það er mat stjórnenda BÁ og ON að mjög mikilvægt sé að slökkviliðsmenn séu virkjunum vel kunnugir og geti athafnað sig þar án hiks ef á þarf að halda. Að þessu sinni var æfingin eyrnamerkt slökkviliðsmönnum sem eru ýmist í námi hjá Brunamálaskólanum eða hafa nýlokið námi þar. Það kom berlega í ljós á æfingunni (eins og við reyndar vissum) hverslags eðalslökkviliðsmenn við erum með í höndunum þarna, öflugir og útsjónasamir :)