1 af 4

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Árnesi, Flúðum, Laugarvatni, Selfossi og Þorlákshöfn komu saman í Árnesi mánudagskvöldið 3 október síðatliðin til æfinga. Markmið æfinganna var að æfa tækni í inngöngu í brunarými, stútatækni og köld reykköfun. Að ýmsu er að huga er slökkviliðsmenn sækja að eldinum. Oft á tíðum hefur eldurinn kvoðnað niður vegna súrefnisskorts og getur því verið hættulegt að opna inn í rýmið án sérstakra ráðstafanna þar sem eldurinn getur náð sér upp á ógnarhraða við aukið súrefnisflæði inn í rýmið. Slökkviliðsmennirnir æfðu tveggja manna inngöngutækni þar sem annar opnar hurðina nægilega til þess að hinn geti sprautað nokkrum skotum af fínum vatnsúða upp í brunagasið (reykinn). Að því loknu er hurðinni lokað aftur og vatnsúðinn látin kæla reykinn. Þetta er stundum endurtekið nokkrum sinnum en það fer eftir eðli og umfangi. Eftir að aðstæður eru taldar ásættanlega öruggar ráðast slökkviliðsmennirnir inn og sækja beint að eldinum eftir ákveðnu verklagi.