1 af 3

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Laugarvatni, Reykholti, Hveragerði og Selfossi æfðu björgun fastklemmdra í mannvirkum laugardaginn 24 september síðastliðin. Æfingin var haldin í Írafossvirkjun þar sem sett var á svið vinnuslys við erfiðar aðstæður en þar hafði þungur fleki fallið á mann. Slökkviliðsmenn þurftu að komast að slysstað með reykköfunartæki og bjarga manninum undan farginu með sérhæfðum búnaði. Að lokum þurfti síðan að koma manninum á bakbretti út undir bert loft úr virkjunarmannvirkinu. 

Æfingin var krefjandi og snerti á ýmsum flötum sem vert var að velta upp og skoða. 

Góð æfing í alla staði og lærdómsrík.