1 af 2

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Árnesi, Hveragerði, Reykholti, Selfossi og Þorlákshöfn komu saman laugardaginn 8.10.2016 til æfinga í Sultartangavirkjun og Búrfellsvirkjun. 

Árlega halda Landsvirkjun, Landsnet og Brunavarnir Árnessýslu nokkurn fjölda æfinga saman til þess að tryggja þekkingu slökkviliðsmanna á virkjunarmannvirkjum sýslunnar og hvaða meðulum er best a beita í björgunaraðgerðum komi til þeirra.