1 af 4

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu æfðu ásamt starfsmönnum Orku Náttúru á Nesjavöllum björgun og viðbrögð við válegum uppákomum. 

Slökkviliðsmenn frá starfsstöðvum BÁ, á Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn og Laugarvatni æfðu saman á þessari æfingu og gekk æfingin til fyrirmyndar vel. 

Æfingin er liður í því að slökkviliðsmenn í Árnessýslu gjörþekki aðstæður og viðbrögð við uppákomum í virkjunarmannvirkjum sýslunnar.