Fyrsta æfing ársins 2009 á Selfossi var haldin 14-01, og var þema æfingarinnar köld reykköfun (fínleit+þrautabraut). Í fínleit var farið yfir leitartækni og þurfti að finna ákveðna hluti. Í þrautabraut þurftu menn að rekja sig eftir bandi í gegnum hinar ýmsu þrautir, í báðum tilvikum voru menn ''blindaðir''. Einnig var æft á körfubíl liðsins. Tókst æfingin í alla staði vel.