Unna Björg Ögmundsdóttir föstudagurinn 10. febrúar 2017

Æfing fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu

Laugardaginn 28.janúar sl. komu níu manns frá Brunavörnum Rangárvallasýslu á æfingu hjá BÁ. Byrjað var á að æfa yfirtendrun í æfingargámi BÁ og þá sérstaklega með tilliti til hættumerkja og vinnubragða, notkunar á stútum og inngöngu í eldrými. Að því loknu tók við reykköfunaræfing með áherslu á yfirleitaraðferðir, björgun fólks úr reykfylltu rými og fjarskipti. Eins skoðuðu gestirnir björgunarklippur og hitamyndavélar sem BÁ eiga.

Allir voru sammála um að æfingin væri góð og gagnleg en leiðbeinendur frá BÁ voru þeir Jón Þór Jóhannsson og Lárus Kristinn Guðmundsson.