1 af 3

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn komu saman síðastliðið mánudagskvöld til að æfa notkun slökkvidæla og til þess að yfirfara allan búnað á dælubílnum.

Í þessu starfi er víst vissara að vita hvar allt er á tækjunum, hvað er með og hvernig á að nota það. Það er betra þegar þessi tæki eru kölluð út að allt sé á hreinu því snör handtök eru mikilvæg þegar mikið liggur við.