1 af 2

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn komu saman ásamt IR-myndavélaleiðbeinendum BÁ til þess að fræðast um gagnsemi þeirra við björgunarstörf. 

Þetta var síðasta æfingin af þessu tagi í mánuðinum en í apríl verða haldnar framhaldsæfingar í notkun IR-myndavélanna þar sem fræði og verkleg kunnátta verða tengd betur saman.