Pétur Pétursson þriðjudagurinn 28. mars 2017

Æfing í Búrfellsvirkjun 25.3.2017

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu ásamt undanförum í Árnessýslu æfðu björgun úr þröngum rýmum og reykköfun í samstarfi við Landsvirkjun og Landsnet síðastliðin laugardag. Æfingin byrjaði á fyrirlestri frá Landsnetsmönnum þar sem björgunaraðilar voru fræddir um spennuvirki og helstu hættur er að þeim lúta. Virkjunarmannvirki Búrfellsstöðvar voru síðan skoðuð með tilliti til björgunaraðgerða og að lokum var keyrð verkleg æfing sem gekk út á að sprenging hefði orðið í spennuvirki. Reykkafarar leituðu mannvirkið og fundu tvo menn sem bjarga þurfti út. Annar mannanna var við þannig aðstæður að óskað var eftir sérhæfðum línumönnum vegna björgunarinnar og brugðust undanfarar í Árnessýslu hratt við því kalli og leystu verkefnið á snaran en jafnframt fagmannlegan hátt. 

Virkilega flott æfing sem allir geta gengið sáttir frá.