Laugardaginn 07-02 fóru nokkrir slökkviliðsmenn BÁ í skoðunar og æfingaferð í Sultartangavirkjun. Stöðvarhúsið var skoðað nokkuð vel, einnig var húsið reykfyllt og framkvæmd prófun á reyklosunarbúnaði stöðvarinnar, sem virkaði vel. Dælt var
vatni úr brunahana við stöðvarhúsið og einnig fóru nokkrir sl.menn, algallaðir með reykköfunartæki um hluta stöðvarhússins og í gegnum kapalgöng frá húsinu. Tókst æfingin vel og fóru menn heim reynslunni ríkari.