fimmtudagurinn 4. mars 2010

Æfing í Þorlákshöfn

Hér eru tólf af þrettán liðsmönnum í Ölfusi uppstilltirvið aðal bíl liðsins.
Hér eru tólf af þrettán liðsmönnum í Ölfusi uppstilltirvið aðal bíl liðsins.
Um helgina æfðu liðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn m.t.t dælinga úr skipum.
Æfingin fólst einnig í því að fara yfir búnað liðsins og meta það sem til er og huga að því sem e.t.v. vantar tiil að gera liðið betur búið til að takast á við margvísleg verkefni.
Verkefni slökkviliða við sjávarsíðuna geta á stundum verið verulega frábrugðin verkefnum slökkviliða inn í landi.
Eldar í bátum og dælingar úr sjó ásamt því að huga að mengunarmálum eru þar efst á lista.