1 af 3

Brunavarnir Árnessýslu héldu æfingu síðastliðið þriðjudagskvöld í Þorlákshöfn þar sem farið var yfir fjarskipti reykkafara og meðferð reykköfunartækja (öndunarbúnaðar). Æfingin hófst eins og svo oft áður á bóklegir yfirferð og að henni lokinni var tekið á búnaðinum verklega. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var vel mætt á æfinguna og glatt á hjalla að venju.