Nokkrir nemendur höfðu tekið að sér hlutverk sjúklinga og biðu eftir að reykkafarar kæmu þeim til bjargar. Slökkviliðsmenn fengu boð frá Neyðarlínu um eld í eldhúsi og lögðu allir af stað á sama tíma frá sínum stöðvum og var æfingin því í rauntíma.
Slökkviliðið fékk æfingu í reykköfun og var körfubíll notaður til að koma slökkviliðsmönnum inn á efri hæð hússins. Áherslupunkturinn var vatnsöflun og slökkviliðið lærði margt í þeim efnum á þessari æfingu.
Að verklegri æfingu lokið rýndu menn í æfinguna meðan þeir gæddu sér á kaffi og skúffuköku í boði skólans.
Meðfylgjandi myndir tóku Hafsteinn Veigar Rangarsson, nemandi við ML, og Pálmi Hilmarsson, húsbóndi ML og slökkviliðsmaður.