Í gærkvöldi komu saman slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Þorlákshöfn, Laugarvatni, Árnesi og Hveragerði til þess að æfa skipulag og stjórnun vettvangs. Æfingin var svokölluðu skrifborðsæfing þar sem menn fá uppgefið tilfelli (bruna) sem þeir verða síðan að greiða úr. Menn þurfa þá að ákveða hvaða tæki á að kalla til, hvar á að staðsetja þau, hvaða menn á að kalla til og hvar á að staðsetja þá, hvar á að sækja vatn til slökkvistarfsins og svo framvegis. Þetta var önnur æfingin af þessu tagi en sú fyrri var haldin kvöldinu áður.

Virkilega gott er fyrir alla slökkviliðsmenn að fá innsýn í þessa þætti starfseminnar sem oft á tíðum eru flóknari en virðist við fyrstu sýn.