Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Selfossi og Hveragerði komu saman til æfinga í Hellisheiðarvirkjun síðastliðin Laugardag. Að mörgu er að hyggja í raforkuverum sem þessu og því afar mikilvægt að björgunaraðilar séu vel að sér hvað varðar hættur og aðstæður í raforkuverum. Þessi æfing er ein af mörgum æfingum BÁ í raforkumannvirkjum Árnessýslu sem haldnar eru á árinu 2016.