Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi æfðu björgun manna úr eitruðum lofttegundum auk annarra aðstæðna laugardaginn 9.maí síðastliðinn í Nesjavallavirkjun. Æfingin er liður í endurmenntunar og símenntunar skipulagi BÁ til þess að viðhalda og bæta við þekkingu slökkviliðsmanna. Eins og með aðra menntun og æfingar á þessu sviði eykur þetta til muna öryggi björgunaraðila og borgara auk þess sem vinnubrögð verða faglegri og virkari.