Pétur Pétursson fimmtudagurinn 17. september 2015

Æfing slökkviliðsmanna á Laugarvatni 16.9.2015

1 af 4

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu á Laugarvatni héldu vatnsöflunaræfingu síðastliðið miðvikudagskvöld.

Mikilvægi vatnsöflunar við slökkvistörf verður seint ofmetið en snör handtök slökkviliðsmanna við að koma vatni á eldstað geta skipt sköpum við útkomu starfsins. Þá er nú betra að vera vel æfður og vel undirbúinn.