Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í uppsveitum komu saman í gærkvöldi til þess að skerpa á og við halda kunnáttu sinni. Að þessu sinni æfðu þeir hurðarrofstækni (að brjótast inn á hraðan og öruggan hátt), notkun innfrarauðra myndavéla (hitamyndavéla) við leit og björgun í reykköfun og umhirðu reykköfunartækja. 

Vel var mætt á æfingunna og vilji manna til fagmennsku greinilega mikill.