Æfingum samkvæmt æfingaáætlun BÁ fyrir veturinn 2016-2017 var hleypt af stað í gærkvöldi 1.9.2016. Af nægu er að taka enda eru þau verk sem slökkviliðsmenn þurfa að geta framkvæmt allnokkur. 

Fyrsta æfingin var haldin í Hveragerði þar sem nýr varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, Haukur Grönli, fór yfir vatnsöflun og dælur á glærum en síðan héldu menn út að vinna með búnaðinn. Vel var mætt á æfinguna og ekki bar á öðru en að menn væru ánægðir með að vetrarstarfið væri hafið.