Æfingaáætlun BÁ er mjög fjölbreytt. Áherslur janúarmánaðar voru þær sömu á öllum stöðvum, vinna á þökum þar sem björgunarsagir, fallvarnarbúnaður og körfubíllinn voru í aðalhlutverki. Björgunarsagirnar eru öflug tæki sem hægt er að nota til að rjúfa þök og veggi sem hjálpar okkur að hleypa út reyk sem er okkar mesti óvinur í eldi.
Fallvarnarbúnaðurinn er nauðsynlegur öryggisbúnaður til að tryggja að slökkviliðsmenn falli ekki við vinnu í hæð.
Leyfum myndunum að tala sínu máli en fleiri myndir má finna á facebooksíðu Brunavarna.