Pétur Pétursson þriðjudagurinn 28. mars 2017

Æfingar með hluta af vatnsflutningabílum BÁ

1 af 2

Það er víst jafn mikilvægt að viðhalda þekkingu og að ná sér í nýja. Hér tóku nokkrir öflugir slökkvarar sig saman til þess að æfa samkeyrslu vatnsöflunarbíla en eins og gefur að skilja er vatnsöflun eitt af mikilvægustu störfum slökkviliðsmanna. Ekki er alltaf hægt að treysta á að nægt slökkvivatn sé til staðar og því þarf öflug tæki til þess að flytja vatn að slökkvistað oft á tíðum.