Klippur slökkviliða eru öflug tæki og dýr.
Klippur slökkviliða eru öflug tæki og dýr.
Fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu hafa ákveðið að semja við Slökkvilið Hveragerðis um að sinna áfram útköllum í vesturhluta Ölfussins, t.d. klippuútköllum á Suðurlandsvegi og eldútköll.
Slökkvilið Hveragerðis sá um þessa vinnu í gegnum samning við Bæjarfélagið Ölfus, en þegar BÁ og slökkviliðið í Þorlákshöfn fóru í eina sæng kom upp sú staða að BÁ sinnti þessari vinnu alfarið.
BÁ samdi við Hvergerðinga um áramót að sinna útköllum á svæðinu til dagsins í dag. Nú hefur verið ákveðið að semja við Hvergerðinga út árið 2010.
Á samningstímanum á að skoða ýmsa þætti frekara samstarfs.