miðvikudagurinn 14. maí 2008

Aksturs æfing

Slökkviliðsmenn BÁ mættu til æfingar á slökkvistöðinni á Selfossi í kvöld í þeim tilgangi að æfa sig á nýrri bifreið slökkviliðsins. Nýji bíllinn sem er af tegundinni Renault Kerax 420.19 er með drif á öllum hjólum, tvöfalt ökumanns hús, 4000 l. vatnstank og 7 skápum sem hafa að geyma þau tæki og tól sem slökkviliðsmenn nota við störf sín. Bifreiðin mikið frábrugðinn gömlu´"níunni" og því áríðandi að menn æfi sig í meðferð hennar. Góð mæting var a æfinguna.