föstudagurinn 19. desember 2014

Almannavarnafólk kynnir sér flóðahermi

Ólöf Rós Káradóttir frá Verkís verkfræðistofu kynnti flóðakortið
Ólöf Rós Káradóttir frá Verkís verkfræðistofu kynnti flóðakortið
1 af 4

Kynning á flóðahermun í Þjórsá og Ytri Rangá vegna eldgoss í Bárðarbungu fyrir almannavarnafólk var haldinn í slökkvistöðinni á Selfossi föstudaginn 19.12. s.l. Undanfarar vikur hafa starfsmenn á Orkusviði verkfræðistofunnar Verkís verið að setja saman flóðakort þar sem spáð er í það hvernig hugsanlegt flóð af völdum eldgosins í Bárðarbungu myndi hegða sér. 

Um er að ræða drög sem kynnt voru. Miðað var við 6000 m3/s jökulhlaup sem kæmi í Hágöngulón og færi um Kvíslavatn niður farveg Þjórsár. Helstu niðurstöður eru þær að reiknað er með því að vatnsborð hækkaði töluvert í Þjórsá og flæddi upp fyrir bakka hennar víða, sér í lagi á láglendi, enda um að ræða mun stærra flóð en vitað er til að hafi komið áður í ána. Einnig gæti tímabundið runnið í Ytri Rangá um Rangárbotna og yfir í Hvítá á Skeiðum.

 Til eru ágætar mælingar á virkjunarsvæðunum, það er aðallega á láglendi og við ár sem ekki hafa verið virkjaðar sem vantar nákvæmari landlíkön.


Ólöf Rós Káradóttir verkfræðingur á Orkusviði verkfræðistofunnar Verkís sá um kynninguna. Hún og nokkrir aðrir aðilar unnu að þessu verkefni.  Funarmenn voru ánægðir með þá vinnu sem kynnt var.
Myndir, Pétur Pétursson