Eldvarnabandalagið er stofnað og er í eigu eftirtalinna aðila: Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Mannvirkjastofnun, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjóvá-Almennar tryggingar, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, TM, VÍS og Vörður tryggingar.
Bandalagið var stofnað af þessum aðilum í kjölfar bruna sem var í gömlu húsi í Reykjavík fyrir þremur árum og varð ungum manni að bana. Þar kveiknaði í edi langt frá íbúð mannsins, en reykur barst í íbúðina og því fór sem fór.
Eldvarnir, t.d. reykskynjari hefði e.t.v. bjargað manninum.
Fréttatilkynning:
Eldvarnabandalagið hefur ákveðið að hefja átak til þess að efla eldvarnir fyrirtækja um allt land og jafnframt á heimilum starfsmanna. Stuðlað verður að því að fyrirtæki taki upp eigið eftirlit með eldvörnum og að starfsmenn verði virkir þátttakendur í eldvörnum, bæði á vinnustaðnum og heima. Eignatjón vegna eldsvoða nemur að jafnaði um 1.500 milljónum króna ár hvert. Fólk lætur reglulega lífið í eldsvoðum og margir verða fyrir heilsutjóni.
Að Eldvarnabandalaginu stendur öflugur hópur stofnana, félagasamtaka og tryggingafélaga sem hafa það sameiginlega markmið að auka eldvarnir til þess að draga úr tjóni á lífi, heilsu og eignum. Bandalagið var stofnað 2010 og gaf þá út vandað fræðsluefni um eldvarnir heimila sem síðan hefur fengið víðtæka dreifingu.
Fyrirtæki eiga von á því að fá heimsóknir slökkviliða og tryggingafélaga. Þeim verður afhent kynningar- og fræðsluefni um eigið eldvarnaeftirlit sem fyrirtækjum ber að halda uppi samkvæmt lögum. Starfsmenn fyrirtækjanna fá þá jafnframt fræðslu um eldvarnir á vinnustaðnum jafnt sem heimafyrir. Starfsmönnum verður meðal annars afhent handbók heimilisins um eldvarnir, sem Eldvarnabandalagið gaf út í fyrra.
Meðfylgjandi mynd:
Aðilar að Eldvarnabandalaginu hafa gert samkomulag um að efna til átaks til að bæta eldvarnir á vinnustöðum og heimilum fólks.